Jólamatur og jólapeysudagur

RitstjórnFréttir

imagesSú hefð er í heiðri höfð í MB að í síðustu viku fyrir jólafrí borða nemendur og starfsfólk skólans saman jólamáltíð. Yfirleitt samanstendur hún af hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi og gómsætum eftirrétti sem Eygló framreiðir af stakri snilld. Jólamaturinn verður að þessu sinni miðvikudaginn 17. des. og þeir sem ætla að gæða sér á matnum eru minntir á að skrá sig hjá Veroniku fyrir 10. desember. Skorað er á alla sem geta að mæta í jólapeysunum sínum.