Jón Þór Jónasson færði skólanum veglega bókargjöf í minningu konu sinnar

RitstjórnFréttir

Á brautskráningu nemenda föstudaginn 8. júní sl. færði Jón Þór Jónasson  frá Hjarðarholti skólanum veglega bókargjöf í minningu konu sinnar Sigríðar Þorvaldsdóttur húsfreyju í Hjarðarholti Stafholtstungum. Sigríður var fædd 21. janúar 1938 en lést 5. ágúst 1999. Í ávarpi sínu rakti Jón að Sigríður hefði haft mikinn áhuga á leiklist og starfað af mikilli fórnfýsi í leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna. Þá var hún einnig um tíma stjórnarmaður í Bandalagi íslenskra leikfélaga. Jón sagði jafnframt að honum hefði þótt þetta við hæfi þar sem barnabarnið þeirra, alnafna hennar, væri að útskrifast sem stúdent frá skólanum þennan dag.