KB og Nettó styrkja nemendagarðana

RitstjórnFréttir

brakarbraut8Kaupfélag Borgfirðinga og Nettó í Borgarnesi hafa fært nemendagörðum Menntaskóla Borgarfjarðar höfðinglega gjöf. Fyrirtækin gáfu hvort um sig 500.000 krónur, samtals eina milljón, sem ætluð er til húsgagnakaupa. Nemendagarðarnir eru við Brákarbraut 8 og voru teknir í notkun í haust. Þeir eru í eigu Menntaskóla Borgarfjarðar og Borgarbyggðar og þar er rúm fyrir allt að 8 nemendur.