Kennarar í Nannestad á ferð í MB

Ritstjórn Fréttir

IMG_1031Norskir gestir litu við í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skömmu. Um var að ræða skólameistara Nannestad framhaldsskólans sem staðsettur er í nágrenni Oslóar. Tilefni heimsóknarinnar var áhugi Norðmannanna á samstarfi við íslenskan framhaldsskóla, einkum á sviði sögu og bókmennta. Gestirnir skoðuðu skólann, fræddust um uppruna hans og skólastarf og ræddu við skólameistara, kennara og nemendur. Ein úr hópnum, Mona Dybdahl, spjallaði við nemendur í íslensku 3A04 en í þeim áfanga er verið að lesa Egils sögu um þessar mundir. Mona fór yfir helstu ástæður þess að höfðingjarnir ákváðu að yfirgefa Noreg og halda til Íslands á sínum tíma og sýndi kort og myndir af ýmsum minnismerkjum sem byggja á Egils sögu og sett hafa verið upp í Noregi. Gestirnir hugðust heimsækja fleiri skóla og ákvörðun um samstarf hefur ekki verið tekin. Á myndinni má sjá Huldu Líf Freysdóttur og Stefán Snæ Friðriksson ásamt Monu Dybdahl.