Kennari á starfsbraut

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennara á starfsbraut í 80-100% stöðu í afleysingu.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:
• Umsjón með faglegu starfi á starfsbraut
• Skipulagning
• Kennsla
• Upplýsingastreymi og samráð við forráðamenn nemenda og starfsfólk skólans
• Vinna með einstaklingsáætlanir nemenda
• Skil á skýrslum um starfsemi brautarinnar

Hæfnikröfur:
• Kennsluréttindi æskileg
• Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af sérkennslu, þroskaþjálfun, iðjuþjálfun eða sambærilegu
• Þekking og reynsla af því að vinna með einstaklingum með ólíkar þarfir
• Hæfni í samskiptum
• Frumkvæði, framsýni og metnaður í starfi
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast Guðrúnu Björgu Aðalsteinsdóttur skólameistara í netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is
Einnig er hægt að nálgast nánari upplýsingar í síma 433-7700.