Kennsla í kynjafræði hafin í MB

Ritstjórn Fréttir

Á vorönn er nú í fyrsta sinn kenndur kynjafræðiáfangi við skólann. Þetta er skylduáfangi á báðum brautum og er ætlaður fyrir annars árs nema. Virk umræða hefur átt sér stað síðan áfanginn hóf göngu sína enda eru málefni kynjanna ofarlega á baugi í samfélaginu nú um stundir. Meðal annars hefur verið fjallað um stöðu kynjanna í skólablaðinu, fjölbreytileika fjölskyldna, mótunarhyggju og eðlishyggju. Ný aðalnámskrá leggur m.a. áherslu á jafnrétti og þessi áfangi er hluti af stefnu skólans hvað það varðar. Kennari í áfanganum er Ívar Örn Reynisson.

zp8497586rq