Kennsla / vinnustofur

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Við í MB höfum frá því að takmarkanir á skólahaldi hófust haft það að leiðarljósi að leita allra leiða til að koma til móts við ykkur nemendur á sem persónulegastan máta og hægt er. Þannig munum við vinna áfram

Miðað við þær reglur sem taka gildi frá og með miðvikudeginum 18. nóv  þá höfum við ákveðið að breyta um takt í kennslunni. Við teljum að það sé kominn tími á ákveðið uppbrot.

Frá og með miðvikudagsmorgni verður EKKI KENNT SAMKVÆMT STUNDASKRÁ en í stað þess munum við vinna með ykkur í námsverum. Það fer þannig fram að Allir nemendur í staðnámi mæta í skólann frá 09:00 – 11:30.

Skipulagið er á þann veg að þið nemendur mætið í ykkar heimastofu með ykkar hóp að morgni.  Ekki verður hefðbundin kennsla í þessum tímum heldur er fyrirkomulagið vinnustofur. Þar getið þið nemendur góðir unnið að ykkar verkefnum undir handleiðslu kennara. Kennarar munu fara á milli hópa og aðstoða ykkur við nám og verkefnavinnu.  (á morgun þriðjudag fáið þið sent hópaskipulag og heimastofu).

Áfram munu kennarar nýta kennslukerfið Moodle til að setja inn efni, fyrirlestra og verkefni sem þið vinnið einmitt sem mest í fyrrnefndum vinnustofum. Hér í MB verður grímuskylda, virða skal tveggja metra regluna og sóttvarnarstöðvar víða.  Nemendur mega ekki fara á milli hópa en starfsfólki er heimilt að gera slíkt.

 

Tekið skal fram að tekin er mæting í upphafi dags, ef nemandi mætir ekki í vinnustofu fær hann fjarvist í allar þær stundir sem hann hefði annars átt að mæta í samkvæmt stundaskrá í INNU.

Allar fyrri undanþágur vegna mætingar falla úr gildi frá og með þriðjudegi. Við hvetjum nemendur til að nýta sér að mæta í þessar vinnustofur og geta fengið aðstoð kennara og notið samvista við samnemendur upp að því marki sem reglur leyfa okkur.