Kennsludögum bætt við vegna verkfalls

Ritstjórn Fréttir

IMG_0167Á fundi kennara í Menntaskóla Borgarfjarðar var ákveðið að kenna samkvæmt stundaskrá dagana 14., 15. og 16. apríl (þ.e. mánudag, þriðjudag og miðvikudag í dymbilviku) og fimmtudaginn 1. maí. Auk þess verður kennslustundum eins föstudags dreift á síðdegi í maí og verður það fyrirkomulag kynnt innan skamms. Með þessum hætti fá nemendur að nokkru leyti bætt upp kennslutap sem þeir urðu fyrir meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stóð.