Menntaskóli Borgarfjarðar hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á dans og danskennslu. Nú hafa verið útbúin kennslumyndbönd í dansi sem eru aðgengileg hér á vef skólans. Þau eru hugsuð fyrir nemendur skólans og aðra áhugasama sem vilja æfa hin ýmsu dansspor.
