Kennslustjóri á Starfsbraut

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Kennslustjóri starfsbrautar hefur umsjón með faglegu starfi á Starfsbraut ásamt kennslu á brautinni. Með umsjón er átt við skipulagningu, samhæfingu og verkefnastjórnun á starfsbraut.

Á starfsbraut er boðið upp á nám fyrir nemendur sem hafa greiningu fagaðila og geta ekki nýtt sér að fullu almennt nám framhaldsskóla. Markmið starfs á Starfsbraut er að bjóða upp á nám við hæfi bæði bóklegt og verklegt eins og mögulegt er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Er umsjónarkennari nemenda og skipuleggur námsframboð brautarinnar með tilliti til
    nemendahópsins.
  • Sér um upplýsingastreymi og samráð við forráðamenn nemenda og starfsfólk skólans.
    Hefur umsjón með móttöku gesta á starfsbraut, s.s. kennaranemum, nemendum og kennurum frá öðrum skólum.
  • Er skólameistara til ráðgjafar við ráðningar kennara á starfsbraut.
  • Hefur umsjón með inntöku nýrra nemenda í samvinnu við skólameistara.
  • Vinnur markmiðs og einstaklingsáætlanir nemenda.
  • Vinnur tilfærsluáætlanir í samvinnu við nemendur og foreldra.
  • Vinnur að þróun starfsbrautar í takt við breytta kennsluhætti og áherslur Menntaskóla
    Borgarfjarðar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið menntun í sérkennslu- eða fötlunarfræðum og hafi réttindi til að starfa sem kennari
  • Hafi þekkingu á þeim lögum og reglum sem um málaflokkinn gilda og fylgist með þróun þeirra.
  • Góðir samstarfshæfileikar, rík þjónustulund og áhugi á að vinna með ungu fólki.
  • Faglegur metnaður og frumkvæði.
  • Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í samstarfi við aðra.