Kór Menntaskóla Borgarfjarðar

RitstjórnFréttir

Kór MB hóf störf sín á ný 12. sept. sl. Æfingar í vetur verða alla mánudaga og hefjast kl 17:15. Áhugasamir nemendur eru eindregið hvattir til þátttöku. Kórinn var stofnaður á síðasta ári af Birnu Kristínu Ásbjörnsdóttur og Ingu Björk Bjarnadóttur og hefur nú þegar komið fram á ýmsum skemmtunum. Talsverð nýliðun var á fyrstu æfingu haustsins og vonast meðlimir eftir enn fleiri þátttakendum. Kórstjóri er eins og áður Jónína Erna Arnardóttir.