KVAN hjá MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

 

 

 

 

 

 

Stórt skref í dag í góðri samvinnu KVAN og MB.

Starfsfólk MB hafa síðust vikur verið í þjálfun í lífsleikni með aðferðafræði KVAN og verið afar fróðlegt og ekki síst gaman. Í dag var svo komið að nemendum MB. Hingað komu fimm KVAN – arar sem hittu nemendur í hópum og fóru með þeim í gegnum ýmsa þætti þeim til styrkingar og fræðslu. Nemendur voru fengnir til að kanna styrkleika sína, rætt var um mikilvægi samvinnu í hópum og margt fleira. Nemendur MB voru upp til hópa mjög ánægðir með daginn. Næsti tími verður svo næsta miðvikudag.