Kvikmyndabransinn kyngreindur

RitstjórnFréttir

Súlurit

Snemma í apríl ákváðu hópur nemenda í Kynjafræði í Menntaskóla Borgarfjarðar að skoða og kynjagreina kvikmyndabransann og annað efni sem viðkemur fjölmiðlum víðsvegar um heiminn. Þar á meðal má nefna breskar, bandarískar og íslenskar kvikmyndir auk erlendra teiknimynda. Þegar litið er á hinar ýmsu myndir sem gerðar hafa verið yfir árin með kynjagleraugum koma upp margar spurningar sem erfitt getur verið að svara.

Í einu verkefnanna var gerð rannsókn sem sýndi fram á, með stuðningi annara rannsókna að mikið ójafnvægi ríkir innan kvikmyndabransans í Hollywood. Karlmenn eru í meirihluta við leikstjórn, leik, handritsskrif og framleiðslu. Erfitt er fyrir konur að komast að í bransanum og fá sömu stöðu og karlar. Svíum hefur tekist að bylta sænska kvikmyndabransanum og náð jafnrétti í fjármögnun kvikmynda, launamálum og jöfnu kynjahlutfalli í hlutverkum. Það sem þarf fyrst og fremst til að ná fram breytingum er vilji. Rannsóknir benda einnig til þess að ójafnvægi kynjanna fer vaxandi eins og sést á súluritinu hér að ofan.

En hverjar eru ástæðurnar fyrir þessum mismun? Að einhverju leyti má kenna þeim hugmyndum og staðalímyndum sem voru til staðar á 20. öldinni og eru mögulega enn hluti af kvikmyndagerðar hugarfarinu. Það að hugmyndir um hvers sé ætlast af konum hafi enn slíkt hald í kvikmyndaiðnaðinum er áhyggjuefni, en alltaf er hægt að vona að með bættri menntun og auknum tækifærum kvenna að hægt sé að koma í veg fyrir frekari mismunun á þessu sviði.