Á vorönn hefur kynjafræði verið kennd í fyrsta sinn við Menntaskóla Borgarfjarðar. Liður í mörgum áföngum Menntaskóla Borgarfjarðar er að fara í vettvangsferð og er kynjafræðin engin undantekning þar. Farið var til Reykjavíkur fimmtudaginn 16. maí þar sem sumir af helstu vegvísum kynjafræðinnar voru heimsóttir. Fyrst var farið á Kvennasögusafnið í Þjóðarbókhlöðunni. Þá var kvennaheimilið Hallveigarstöðum heimsótt þar sem rætt var við fulltrúa frá Kvenréttindafélagi Íslands, Mannréttindastofu og Jafnréttisstofu. Ferðinni lauk svo með kaffihúsaþingi í Hinu húsinu þar sem Hildur Lilliendahl og Helga Þórey Jónsdóttir frá knuz.is, Sigurður frá Samtökunum 78, Hildur frá Femínistafélaginu og Brynhildur frá Kvenréttindafélaginu komu og ræddu við nemendur. Ferðin heppnaðist með eindæmum vel og nutu nemendur sérþekkingar gestanna til hins ítrasta.
Kennari í kynjafræðiáfanganum er Ívar Örn Reynisson. Á myndinni má sjá nemendur og gesti á kaffihúsaþinginu.