Kynjafræðiáfangi opnar augu nemenda

Ritstjórn Fréttir

radio-image-7Undanfarnar vikur hafa nemendur verið að taka fyrir fjölmiðla í áfanganum KYN2A04. Salvör Gylfadóttir gerði rannsókn á fimm stærstu útvarpsstöðvum á Íslandi. Þær eru: FM 957, Bylgjan, Rás 2, Kiss FM og X-ið. Hún taldi fjölda karla og kvenna á Topp 20 vinsældalistum þessara útvarpsstöðva. Kom þá í ljós að konur mældust aldrei í hærra hlutfalli en 20% auk þess sem þær eru sjaldnar en karlar í fyrsta sæti á lista. Niðurstaðan er því sú að töluverður munur er á stöðu kynjanna í íslensku útvarpi.