Kynjahlutfall í fjölmiðlum skoðað í kynjafræði

Ritstjórn Fréttir

Screen Shot 2015-03-24 at 11.28.38 AMÁ dögunum gerðu nemendur í kynjafræði athuganir á stöðu kynjanna í fjölmiðlum. Sædís, Halldóra, Herdís, Helga, Guðrún, Harpa og Erla Björk fengu ýmsar áhugaverðar niðurstöður. Í athugunum þeirra kom fram að mikill kynjamunur er í fjölmiðlum. Karlar koma oftar fyrir í fréttagreinum og eru oftast í mun stærri og merkilegri fréttum en konur. Þó hefur hlutfall kvenna í fjölmiðlum vaxið með árunum. Einnig var skoðað hvað verður til þess að karl eða kona taki fyrir ákveðna frétt og virðist það svolítið fara eftir áhugamáli viðkomandi fréttamanns. Karlar sjá um bíla og viðskipti á meðan konur fjalla um mat og tísku.

Áhugavert er að engin kona er íþróttafréttamaður á fjölmiðlum en þó gæti það breyst fljótlega þar sem RÚV var með námskeið fyrir konur í íþróttafréttamennsku. Einnig voru bornir saman þættir á RÚV og Stöð 2 með tilliti til aðalhlutverka. Konur voru 10 færri en karlar og þeir voru í flestum tilvikum með stærri og burðarmeiri hlutverk en konurnar. Á myndinni má sjá súlurit sem sýnir fjölda og hlutfall karla og kvenna í fréttum Morgunblaðsins.