Kynning á Landbúnaðarháskóla Íslands

Ritstjórn Fréttir

nemendagardar_hus_Áskell Þórisson útgáfu- og kynningarstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri kom í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar nýlega og kynnti nemendum nám og aðra starfsemi Landbúnaðarháskólans. Á Hvanneyri má stunda fjölbreytt starfsmenntanám, BS nám í búvísindum, hestafræði, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði og landgræðslu og umhverfisskipulagsfræðum. Auk þess er boðið upp á rannsóknamiðað meistaranám á Hvanneyri.

Greinilegt er að nokkur áhugi er á því meðal nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar að sækja sér framhaldsmenntun á Hvanneyri.