Kynning á lokaverkefnum – málstofa

RitstjórnFréttir

unnamed-2Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. má nefna kvíða barna, einelti í skátastarfi, tengsl tónlistar og stærðfræði/eðlisfræði, samanburður á lausagöngufjósum og básafjósum, millistríðsárin í Borgarnesi og dagbækur Lúllu, leiðir björgunaraðila til að vinna úr erfiðri reynslu í starfi, vefjagigt, offita barna, þjálfun barna, tölvuleikir og áhrif þeirra á skapandi ímyndunarafl o.fl. og o. fl. Nemendur munu kynna verkefni sín og svara fyrirspurnum á málstofum mánudaginn 29. febrúar og fimmtudaginn 3. mars. Málstofan verður haldin í stofu 101 og hefst kl. 11:00. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér þennan áhugaverða þátt skólastarfsins eru boðnir velkomnir.