Kynning á starfi Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar

RitstjórnFréttir

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) efnir til kynningar á starfsemi sinni miðvikudagskvöldið 12. september. Kynningin verður í Mími, í kjallara skólans, og hefst klukann 20:00. Fulltrúar allra klúbba sem starfandi eru í skólanum kynna vetrarstarfið og nemendur geta skráð sig í þá klúbba sem þeir hafa áhuga á að starfa með. Meðal klúbba sem starfræktir eru í skólanum má nefna hestaklúbb, leikfélag og kór. Boðið verður upp á pylsur og svala.

Formaður nemendafélagsins er Lilja Hrönn Jakobsdóttir og aðrir í stjórn eru Berglind Ýr Ingvarsdóttir, Eyrún Baldursdóttir, Inga Berta Bergsdóttir og Pétur Freyr Sigurjónsson.