Laust starf spænskukennara

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða spænskukennara í að lágmarki 50% starf frá og með 1. ágúst 2022.

Menntaskóli Borgarfjarðar hefur löngum verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur og framsækinn skóli. Í MB er lögð áhersla á fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og virkni nemenda. Námsmat er í formi leiðsagnarmats.  Menntaskóli Borgarfjarðar er óhræddur við að taka upp nýjar leiðir við kennslu og   þessi misserin er unnið að skólaþróun þar sem meðal annars er lögð áhersla á stafræna hönnun og miðlun í öllum áföngum skólans.

  • Helstu verkefni

Undirbúningur og kennsla áfanga

Þátttaka í faglegu starfi og starfsþróun með stöðugar umbætur í skólastarfi að leiðarljósi

Að skapa hvetjandi námsumhverfi fyrir nemendur

  • Menntunar- og hæfniskröfur

Kennari í spænsku skal uppfylla kröfur um menntun og hæfni kennara sem kveðið er á um í lögum nr. 95/2019 og hafa leyfisbréf sem kveður á um rétt til að nota starfsheitið kennari

Mikil tölvufærni  er nauðsynleg

Góðir samstarfshæfileikar, rík þjónustulund og áhugi á að vinna með ungu fólki.

Faglegur metnaður og frumkvæði.

Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í samstarfi við aðra.

  • Frekari upplýsingar

Um laun fer eftir gildandi kjarasamningi Menntaskóla Borgarfjarðar og Kennarasambands Íslands skv. nánari útfærslu í stofnanasamning.

Umsóknir skulu berast til skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar á tölvupóstfangið bragi@menntaborg.is . Senda skal náms- og starfsferilsskrá með innsendri umsókn ásamt þeim gögnum í viðhengi sem umsækjendur telja skipta máli í ráðningarferlinu, t.d. prófskírteini. Innsend gögn verða lögð til grundvallar í ráðningu. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Um er að ræða tímabundna ráðningu með möguleika á framlengingu.

Umsóknarfestur er til 1. maí 2022

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu, en skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar veitir skólameistari á netfanginu bragi@menntaborg.is eða síma 4337701