Leikfélag MB (Sv1) setur upp barnaleikritið Lína langsokkur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Æfingar á barnaleikritinu Lína langsokkur standa nú yfir af fullum krafti í Hjálmakletti. Fjöldi nemenda tekur þátt í sýningunni. Með hlutverk Línu langsokk fer Íris Líf Stefánsdóttir, Phoebe Grey leikur herra Níels, Hafrún Birta Hafliðadóttir fer með hlutverk Önnu og Bjarni Freyr Gunnarsson leikur Tomma. Leikstjóri er Geir Konráð Theodórsson. Frumsýning verður nk. föstudag 17. febrúar kl. 18.