Æfingar á söngleiknum Grease standa nú yfir af fullum krafti í Hjálmakletti. Mikill fjöldi nemenda tekur þátt í sýningunni. Með aðalhlutverk fara þau Ingibjörg Jóhanna Kristjánsdóttir sem leikur Sandy og Stefnir Ægir Stefánsson sem leikur Danny. Leikstjóri er Bjarni Snæbjörnsson. Stefnt er að því að frumsýna söngleikinn í byrjun febrúar.
