Leikjafræði

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Hér má sjá Alexander nemanda í leikjafræði þegar hann kynnti fyrir bekknum hvernig hann hafði byrjað að gera platform leik med Godot leikjavélinni

Eitt af keppikeflum MB er að bjóða upp á eins mikið og fjölbreytt val og mögulegt er. MB hefur leitast við að bjóða upp á val sem er hluti tíðarandans hverju sinni og hlustar á óskir nemenda.

Einn af valáföngum vorannar 2020 er Tölvuleikjagerð en viðfangsefni áfangans er tölvuleikjagerð og forritun og í áfanganum læra nemendur að gera einfalda tölvuleiki frá grunni með forritun og með leikjavél. Nemendur kynnast verkefnastýringu fyrir tölvuleikjagerð ásamt aðferð til að skrá upplýsingar um vinnuferlið. Mjög góður og mikill vinnuandi er hjá nemendunum. Kennari áfangans er Guðmundur Karl Bjarnason en hann er kominn aftur til starfa hjá okkur en síðustu ár var hann kennari í Hróarskeldu og meðal annars stýrði þar svokölluðu HackerSpace.