Leikskólaheimsókn

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Á Íþróttafræðibraut er megináherslan á íþróttafræði, íþróttagreinar og þjálfun.  Íþróttafræðibraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir leiðbeinendastörf hjá íþróttafélögum og frekara nám á háskólastigi í íþrótta-, kennslu- og heilsufræðum. Hluti af viðfangsefnum  nemenda í Íþróttafræði er þjálfun barna, hreyfi og sálrænn þroski barna og hlutverk þjálfarans. Eitt verkefna nemenda er að  útbúa hreyfistund fyrir krakka á leikskóla aldri. Nemendur byrja á því að skipuleggja tímann og fara svo framkvæma hreyfistundina. Þetta árið hittu nemendur leikskólabörn á elsta ári í Klettaborg og Uglukletti. Mikil ánægja er í MB með þessa góðu samvinnu menntastofnana.