Lið MB mætir liði FAS í fyrri umferð Gettu betur

RitstjórnFréttir

IMG_0413Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram  fer í janúar. Lið MB mætir Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu þann 19. janúar og hefst viðureignin kl 13:00. Lið MB skipa þau Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Sandri Shabansson og Þorkell Már Einarsson og varamaður er Anna Þórhildur Grönfeldt Gunnarsdóttir.

Þorkell Már stefnir að útskrift í vor en þau Sandri, Elísabet Ásdís og Anna Þórhildur eru nýnemar við skólann. Elísabet Ásdís er í hópi þeirra nemenda sem stunda nám við Búðardalsdeild MB. Þjálfari liðsins er Kolfinna Jóhannesdóttir og aðstoðarþjálfari er Unnar Þór Bachmann.

Myndin er af Sandra, Þorkatli og Önnu Þórhildi og var tekin þegar Gettu betur lið MB sigraði lið kennara á áskorendadegi nú í desember.