Lið MB mætir liði FG í fyrri umferð Gettu betur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í gær var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram fer nú í janúar. Lið MB mætir Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 10. janúar á RUV.  Lið MB skipa þau Elín Björk Sigurþórsdóttir, Ernir Ívarsson og Kolbrún Líf Lárudóttir. Varamenn eru Árni Hrafn Hafsteinsson og Dagbjört Rós Jónasdóttir. Þjálfari er Ólöf Björk Sigurðardóttir.