Lífsnám – ALLSKYNS

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Líkt og undanfarin skólalár fer fram svokölluð lífsnámsvika í MB þar sem allir staðnemar skólans vinna að ákveðnu þema og er þema haustannar 2024 ,,Allskyns” með áherslu á  kynlíf, kynhneigðir, kynheilbrigði og samskipti. Nemendur vinna saman í hópum, þvert á árganga, að ákveðnum verkefnum tengdum þemanu alla vikuna sem endar á opnu húsi í skólanum þar sem afrakstur vinnunnar er sýndur og koma gestir og gangandi í heimsókn. Lífsnámsvika markar ákveðið uppbrot á hefðbundinni kennslu þar sem nemendur fá smá ,,pásu” á verkefnavinnu og eru þeir almennt mjög ánægðir með þessa tilbreytingu á skólastarfinu.

Í þessari viku fengu nemendur tvö fræðsluerindi og kom Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kennari í GBF, í heimsókn á mánudaginn og fengu nemendur fræðslu um hvað geti haft áhrif á hvað þykir „eðlilegt“ í samskiptum og mikilvægi þess að þau séu gagnrýnin á áhrifin sem þau verða fyrir. Þann sama dag fengu nemendur einnig fræðslu frá Samtökunum 78 þar sem Vilhjálmur ræddi m.a um ,,Hinsegin Ö-A, um hugtök og orð um hinsegin veruleika og almennar skilgreiningar á þeim, kynhneigðir, kynvitundir, kyneinkenni og ólík sambandsform.

Lífsnámið eru fimm skylduáfangar með mismunandi þema, sem eru,,Líkamlegt- og andlegt heilbrigði, sjálfbærni, mannréttindi og jafnrétti og fjármálalæsi” og eru þeir kenndir á hverri önn. Markmiðið er fræðsla um vikomandi efni hverju sinni en jafnframt að nemdenur fái tækifæri til að kynnast, vinna í hópum undir óhefðbundnum kringum stæðum en hópunum er dreift út um allt húsnæði skólans þar sem þeir koma sér vel fyrir í upphafi vikunnar og láta fara vel um sig.

Mjög góður andi sveif yfir vötnum í MB þessa vikuna, líkt og endra nær.