Lítil þekking á stjórnmálum meðal nemenda

Ritstjórn Fréttir

IMG_0172Nemendur í áfanganum FÉL3A06 í Menntaskóla Borgarfjarðar könnuðu nýverið  í sínum hópi þekkingu á stjórnmálatengdu efni, svo sem stjórnmálamönnum og fjölmiðlaumræðu síðustu ár. Þrjár rannsóknir voru gerðar á þekkingu nemenda og voru niðurstöður þeirra mjög sambærilegar, nefnilega að þekking nemenda á stjórnmálum er afar lítil. Þó er ánægjulegt að sjá að þekking nemenda jókst því eldri sem þeir eru. Í yngri hópum menntaskólanemenda reyndist þekking stelpna meiri en  strákarnir stóðu sig hins vegar betur meðal eldri nemenda.