Lokavekefni – málstofur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt má þar nefna; svefn, gæði vatns, fóðrun og umhirða hrossa, sjóslys, kvíði barna, fyrirburar, rafíþróttir, sykursýki, ADHD sjúkdómurinn, hrun í tölvuleikjaiðnaði árið 1983, spilling innan FIFA, sjálfstraust og sjálfstal í íþróttum, Daisuke Ono japanskur raddleikari, ranghugmyndir um femínisma, Díana prinsessa, mikilvægi íþróttastarfs fyrir þroska barna, sjálfstraust ungra kvenna, the Old Firm og kvíði áhersla á ungt fólk. Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á málstofum vikunnar.  Kynningarnar voru góðar og augljóst að nemendur hafa lagt metnað í vinnuna.