Lokaverkefni í Frumkvöðlafræði

Ritstjórn Fréttir

Í dag kynntu nemendur í Frumkvöðlafræði verkefni sín. Nemendur hafa verið að vinna í hópum að verkefni sínu alla önnina ásamt fleiri verkefnum og skiluðu inn greinagerðum í vikunni. Kynningarnar voru góðar og settar fram af miklum metnaði og augljóst að nemendur hafa farið í heilmikla rannsóknarvinnu til að gera kostnaðaráætlanir og markaðsrannsóknir. Ein hugmyndin var að nýju tjaldsvæði í nágrenni Borgarness, önnur um skutlþjónustu í Borgarbyggð og enn önnur hugmyndin var að setja upp ísbúð í Borgarnesi sem seldi heimatilbúinn gæðaís. Til hamingju með þetta!

File_001 File_005