Lokaverkefni – málstofa

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. má nefna alkóhólisma, konur í tölvunarfræði, barátta íslenskra kvenna (kvennréttindi), riðuveiki í sauðfé, ADHD fullorðina og biðtími greiningar, svarti dauði á Íslandi, ættleiðingar, uppeldisaðferðir og leiðir, ADHD og leiðsagnarnám o.fl. Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á málstofu sem haldin var fimmtudaginn 13. október sl. Kynningarnar voru góðar, áhugaverðar og augljóst að nemendur hafa lagt metnað í vinnuna.