Lokaverkefni – málstofa

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. má nefna jákvæða slálfræði, hvað er gott uppeldi? kaffi, kvíða  og streitu, PCOS, þjóðhátíðir í Vestmannaeyjum, ógreint ADHD o.fl.  Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á málstofu sem haldin var í gæt miðvikudaginn 11. október.  Kynningarnar voru afar góðar, áhugaverðar og augljóst að nemendur hafa lagt metnað í vinnuna.