Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. langtímaáhrif áfalla, áhrif kvíða á frammistöðu í íþróttum, heilsa bandarískra barna, einhverfa, áfallastreituröskun, ofbeldi í nánum samböndum, háþrýstingur, þróun bílsins, íslenski hesturinn o.fl. Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á málstofu sem haldin var þriðjudaginn 1. október sl. Kynningarnar voru afar góðar, áhugaverðar og augljóst að nemendur hafa lagt metnað í vinnuna. Sjá myndir á facebook MB