Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. má nefna samskipti; virðing og umhyggja, goðsögnin Michael Jordan, gerð tölvuleiksins Final Fantasy XV, Star Wars myndirnar, íslenski hesturinn, ADHD lyf; með eða á móti?, aðskilnaðarstefnan í Suður Afríku, vinnuumhverfi; áhrif á líðan og frammistöðu starfsfólks o.fl. Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á málstofu sem haldin var í dag fimmtudaginn 14. október. Kynningarnar voru góðar og augljóst að nemendur hafa lagt metnað í vinnuna.