Luku námi við MB

RitstjórnFréttir

Tveir nemendur luku námi við skólann nú í janúar. Það voru þær Erla Rún Rúnarsdóttir á Náttúrufræðibraut og Linda Björk Jakobsdóttir á Félagsfræðabraut. Þar sem ekki er formleg brautskráningarathöfn í janúar fengu þær stöllur afhent skíreini hjá skólameistara en munu taka þátt í athöfninni í vor með þeim nemendum sem þá brautskrást.
Starfsfólk MB óskar Erlu Rún og Lindu Björk til hamingju með stúdentsprófið.