Mæðginin Erla og Ísak útskrifast saman

Ritstjórn Fréttir

935962_10151426325762212_628889620_nMæðginin Guðlín Erla Kristjánsdóttir og Sigurdór Ísak Hálfdánarson útskrifuðust saman með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar þann 7. júní síðastliðinn. Erla er lyfjatæknir og sjúkraliði að mennt og hefur auk þess rekið hannyrðaverslun. Hún útskrifaðist með viðbótarnám til stúdentsprófs. Ísak, sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut, hefur sótt um skólavist við íþróttakennaradeild Háskóla Íslands á Laugarvatni.

Erla er í hópi fimm kvenna sem útskrifuðust að þessu sinni eftir að hafa hafið menntaskólanám á „fullorðinsaldri“. Tilkoma Menntaskóla Borgarfjarðar hefur  aukið til muna möguleika þeirra einstaklinga sem hefur langað að bæta við menntun sína en ekki haft tök á því að sækja hana um langan veg. Allnokkrir „eldri“ nemendur stunda nú nám við skólann og ekki ber á öðru en þeir samlagist nemendahópnum vel.

Á myndinni má sjá mæðginin ásamt Hálfdáni Þórissyni, eiginmanni og föður.

zp8497586rq