Mæðgna- og mæðginakvöld í MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar stóð fyrir Mæðgna- og mæðginakvöldi í gærkveldi.  Kvöldið byrjaði á léttu spjalli og piparkökumálun í matsal skólans en uppúr klukkan 21:00 mætti Sigga Kling og
var með uppistand sem kitlaði hláturtaugar nærstaddra.
Kvöldið þótti heppnast einstaklega vel og er mömmum, dætrum og sonum sérstaklega þakkað fyrir ánægjulega kvöldstund.