Sigurvegarar í söngvakeppni ásamt dómnefnd

Magnús Kristjánsson vann sigur í söngvakeppni MB

Ritstjórn Fréttir

Sigurvegarar í söngvakeppni ásamt dómnefndSöngvakeppni Menntaskóla Borgarfjarðar fór fram fimmtudagskvöldið 31. janúar sl. Flutt voru átta lög. Sigurvegari að þessu sinni varð Magnús Kristjánsson, í öðru sæti var Gunnlaugur Yngvi Sigfússon og þær Angela Danuta Gonder, Elín Heiða Sigmarsdóttir og Helga Björg Hannesdóttir hlutu útnefninguna „bjartasta vonin“.

Allir þátttakendur stóðu sig vel og var dómnefndinni því nokkur vandi á höndum. Hana skipuðu Theódóra Þorsteinsdóttir, Orri Sveinn Jónsson og Heiðar Örn Jónsson.

Myndin er tekin að lokinni verðlaunaafhendingu og sýnir sigurvegara keppninnar auk dómnefndar.

zp8497586rq