Málstofa – lokaverkefni

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Útskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt má þar nefna; Fangelsi á Íslandi, betrun eða refsing, vísindabyltingin, Albert Einstein, José Mourinho og árangur hans, þróun tónlistar, Akira Kurosawa og áhrif hans á kvikmyndir og leiðir til að læra nýtt tungumál. Nemendur kynntu verkefni sín í morgun og svöruðu fyrirspurnum á málstofu. Kynningarnar voru góðar og augljóst að nemendur hafa lagt metnað í vinnuna. Sökum aðstæðna voru nemendur bæði á staðnum og á Teams.