Málstofa – lokaverkefni

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa þá í að beita viðurkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða lausn viðfangsefna og undirbúa þá enn frekar undir háskólanám.

Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. má nefna höfuðáverkar í íþróttum, umfjöllun um raðmorðingja, sjálfbær þróun, orkudrykkir, Agnar Kofoed Hansen, nemendur með ADHD, kvíði barna, skipulag þjálfunar, heilablóðfall, áhrif áfalla á börn, alzheimer, reiters sjúkdómurinn, Muhammad Ali, sterar og fæðubótarefni, sjálfstraust og árangur í íþróttum, fataiðnaðurinn, fæðingarorlofssjóður, forsteyptar einingar o.fl. Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á málstofu sem haldin var í gær miðvikudaginn 16. mars. Kynningarnar voru mjög góðar og augljóst að nemendur hafa lagt metnað í vinnuna.