Málþing í MB

Ritstjórn Fréttir

Opið alþjóðlegt málþing um málefni innflytjenda var haldið í Menntaskóla Borgarfjarðar miðvikudaginn 11. maí. Þátttakendur voru m.a. kennarar og nemendur sem eru staddir hér vegna Comeniusarverkefnisins „Migration and cultural influences“.

Málþingið hófst með þremur erindum en að þeim loknum var svokallað þjóðfundaform, rædd voru þemur á þjóðfundarborðum og niðurstöðum skilað í lok fundarins. Málþingið fór fram á ensku og var góð þátttaka.

zp8497586rq
zp8497586rq