Málþing um kynjafræði

RitstjórnFréttir

IMG_2636Vorið 2013 var í fyrsta sinn kennd kynjafræði við MB. Hluti af þeim áfanga var að fara í vettvangsferð til Reykjavíkur að hitta ýmsa sérfræðinga í málefnum kynjanna. Í spjallhópi kynjafræðikennara kom í kjölfarið upp sú hugmynd að halda málþing kynjafræðinema og stefnt var að því að gera það vorið 2014. Vegna verkfalls framhaldsskólakennara var því málþingi frestað til haustsins. Nú í vikunni fór svo fram í Menntaskólanum í Kópavogi annað málþing kynjafræðinema í framhaldsskólum.  Auk nemenda MK tóku nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, Borgarholtsskóla, Menntaskóla Borgarfjarðar, Flensborg og Kvennaskólanum í Reykjavík þátt í málþinginu.

Málþingið tókst afar vel og unnið var í 11 málstofum þar sem málefni og staða kynjanna voru rædd frá ýmsum sjónarhornum. Vonir standa til að hægt verði að halda slík málþing árlega.

Á myndinni má sjá nokkra nemendur MB á málþinginu. Kennari þeirra í kynjafræðinni er Ívar Örn Reynisson.