Mannsins myrka hlið

RitstjórnFréttir

Leiklistarfélag Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýndi á föstudaginn síðasta Mannsins myrku hlið sem er leikriti með söngvum.

Mannsins myrka hlið er leikrit byggt á plötunni Dark side of the moon með Pink Floyd.
Þetta er frumsamið leikrit samið af Bjarti Guðmundssyni og leikhópnum.  Leikstjóri verksins er Bjartur Guðmundsson.
Pælingin er að setja upp leiksýningu sem snertir fólk. Þ.e. að það fer út af sýningunni og hugsar hvernig það tengir þetta við sjálfan sig og fólki virkilega muni eftir sýningunni og sýningin myndi þannig skilja einhvað eftir sig.  Við erum dálítið að benda á þá hluti í okkar samfélagi sem eru okkur svo eðlilegir og við pælum lítið í en hafa samt svo mikil áhrif á það hvernig við högum okkur og það hvernig lífið okkar er. Eins og platan þá fjallar leikritið um það hvað það er sem lætur fólk í rauninni klikkast. Ekki endilega verða geðveikt heldur hvaða hlutir eru svo firrtir í samfélaginu að það ýtir því yfir brúnna. Og við ætlum að skoða þetta svolítið út frá leikhópnum, hvaða hlutir það eru í okkar samfélagi sem eru svo firrtir að þeir fá mann til að fara yfir mörkin. Þetta er frábær tónlist, Tónlistin lætur mann fara í svakalega rússíbanareið þegar maður hlustar á hana. Þá mun þessi sýning eiga erindi við fólk í dag og þetta verður svolítil ádeila. Við munum setja líka fram ýmsar hugmyndir okkar um samfélagi. Þetta verk hefur ekki samkvæmt okkar bestu heimildum verið sett upp neinss taðar annarsstaðar í heiminum og gerir þar með uppsetningu okkar mjög áhugaverða.

Síðustu vikuna fyrir frumsýninguna þurfti hópurinn að leggja mikið á sig þar sem margt átti eftir að klára fyrir frumsýningu. En það var þessi virði því frumsýningin gekk framar öllum vonum og ætlaði þakið að rifna af húsinu þegar sýningunni lauk og stóðu áhorfendur upp og hylltu aðstandendur sýningarinnar. Síðan voru tvær sýningar á sunnudeginum sem tókust mjög vel og var gífurlega mikið fagnað í lok beggja sýninga!

Næstu sýningar eru :

4. Sýning 31. mars fimmtudagur 20:00
5. Sýning 2. apríl laugardagur 22:00 Power-sýning
6. Sýning 4. apríl mánudagur 19:00

Miðapantanir í s: 691 8981 eða 848 8668

zp8497586rq
zp8497586rq