Ívar og Stefanía í Tyrklandi

MB í Comeniusarsamstarfi

RitstjórnFréttir

Fulltrúar skólans fóru í liðinni viku til Izmir í Tyrklandi vegna undibúnings og áætlanagerðar vegna Comeniusarverkefnis skólans. Verkefnið heitir „Migration and cultural influences“ og fjallar um fólksflutninga og áhrif þeirra. Auk MB taka Telheiras 23 skólinn í Lissabon í Portúgal, Leibnizschule í Hannover í Þýskalandi, Groevenbeek frá Ermelo í Hollandi og Atakent Anadolu Lisesi frá Izmir í Tyrklandi þátt í verkefninu. Um er að ræða heimsókn um 20 nemenda í Borgarnes í maí næstkomandi auk 12 kennara og ferðir 15 nemenda MB til Hollands og Portúgal þar sem fjallað verður um áhrif fólksflutninga í víðu samhengi.
Ívar og Stefanía í Tyrklandi