MB í Landandum á RÚV

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nokkrir nemendur MB eru með verk sín til sýnis á Samsýningu framhaldsskólanna í Sögu við Hagatorg, sem er nýtt húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Sýningin er hugsuð til að sýna almenningi afrakstur nemenda og mynda framtíðartengsl. Eins að sýna fram á mikilvægi þess að styðja við og efla menntun á sviði sjálfbærni, nýsköpunar – og frumköðlastarfs, og STEAM samþættingar í íslensku samfélagi.
Sýningin og verk nemenda fékk góða umfjöllun í Landanum sl. sunnudag.  Sjá hér https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/landinn/37828/b8o62a/gaddavir-bein-og-badmintonkulur
 
Við bendum á að sýningin er opin fram til fjórða desember og er öllum opin. Okkar fólk stóð sig með prýði eins og við var að búast.