MB-ingar eiga sæti á framboðslistum fyrir Alþingiskosningar

RitstjórnFréttir

Þrír fyrrum nemendur og einn núverandi nemandi úr Menntaskóla Borgarfjarðar eiga sæti á framboðslistum í Norðvesturkjördæmi. Þetta eru þau Klara Sveinbjörnsdóttir, sem skipar 13. sæti á lista Framsóknarflokksins, Inga Björk Bjarnadóttir, sem skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar, Ólafur Þór Jónsson, sem skipar 9. sæti á sama lista og Bjarki Þór Grönfeld, sem skipar 9. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Klara stefnir að útskrift í vor. Inga Björk, sem stundar nám í listfræði við HÍ, lauk stúdentsprófi vorið 2012. Þeir Ólafur og Bjarki leggja báðir stund á nám í sálfræði við HR, Bjarki útskrifaðist frá MB um síðustu áramót og Ólafur vorið 2011.
Eitt af markmiðum skólastarfsins í MB er að skapa virka og ábyrga borgara í lýðræðisþjóðfélagi og segja má að þessir frambjóðendur séu prýðilegir fulltrúar skólans hvað varðar slík markmið.
zp8497586rq