MB keppir í Gettu betur 7. janúar

RitstjórnFréttir

ið Menntaskóla Borgarfjarðar í Gettu betur keppir við Verslunarskóla Íslands mánudaginn 7. janúar og verður viðureigninni útvarpað á Rás 2 kl. 20.30. Fyrir hönd MB keppa Eyrún Baldursdóttir, Þorkell Már Einarsson og Sveinn Jóhann Þórðarson. Varamaður er Tinna Sól Þorsteinsdóttir. Þjálfari liðsins er sem fyrr Heiðar Lind Hansson og aðstoðarþjálfari er Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson. Nemendur skólans ætla að fjölmenna í útvarpssal og hvetja sitt lið áfram. Rúta fer frá Menntaskólanum kl. 19.10 og heim aftur eftir að keppni lýkur

zp8497586rq