MB keppir í Gettu betur

RitstjórnFréttir

Búið er að draga saman lið í fyrri umferð spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur 2012. Menntaskóli Borgarfjarðar keppir við Borgarholtsskóla þriðjudaginn 10. janúar kl. 20:00 á Rás 2. Fyrir hönd Menntaskóla Borgarfjarðar keppa Inga Björk Bjarnadóttir, Jóhann Snæbjörn Traustason og Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson. Þjálfari liðsins okkar er Heiðar Lind Hansson. Varamenn liðsins eru Þorkell Már Einarsson sem aðstoðar einnig við þjálfun og Bárður Jökull Bjarkarson.