MB mætir MH í annarri umferð Gettu betur

RitstjórnFréttir

IMG_0413Spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur hófst nú í janúar. Lið MB sigraði Framhaldsskólann í Austur Skaftafellssýslu í fyrstu umferð með 19 stigum gegn 10. Í næstu umferð mætir lið MB liði Menntaskólans við Hamrahlíð og fer keppnin fram í útvarpshúsinu við Efstaleiti þann 26. janúar næstkomandi. Lið MB skipa  Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Sandri Shabansson og Þorkell Már Einarsson og varamaður er Anna Þórhildur Gunnarsdóttir.