Menntaskóli Borgarfjarðar hlaut í dag viðurkenningu frá Íslandsdeild Amnesty International sem mannréttindaskóli ársins 2021. Þetta er í fyrsta sinn sem að skólinn sigrar keppnina og hlaut hann verðlaun fyrir frammistöðu sína í framhaldsskólakeppni samtakanna. Nemendur skólans söfnuðu alls 475 undirskriftum sem voru hlutfallslega flestar undirskriftir miðað við nemendafjölda í framhaldsskólum á landinu. Menntaskóla Borgarfjarðar er umhugað um að fræða nemendur um mannréttindi sín og annarra enda eru mannréttindi einn af grunnþáttum menntunar. Auk þess er sérstaklega mikilvægt á þessum tímum að huga að því að efla virðingu fyrir mannréttindum.